Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerist á túndrunni við hlýnun jarðar?

Túndran er margslungin, fátæk af tegundum en auðug af lífmassa, stöðug en einnig viðkvæm og hún er eitt mikilvægasta vistkerfið sem verður fyrir áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga.

Föstudagnn 13. apríl kl. 12.30 í Öskju N-131, mun Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, kynna rannsóknir sínar í fyrirlestrarröð Líffræðistofu:

Erindi hennar verður flutt á ensku, og nefnist Phenological responses to climate warming across the tundra biome

a_141.jpgÁgrip erindis birtist einnig á vefsíðu líffræðistofu HÍ.

During more than two decades valuable data has been collected within the research network International Tundra Experiment (ITEX) aiming at answering the question how climate warming affects tundra plant communities and ecosystems. The large number of research sites widely distributed across the tundra biome, the use of standardized protocols and the combination of experimental warming and monitoring make this network unique. Several data syntheses have provided groundbreaking insights into how climate warming affects growth and reproduction of individual tundra plants and tundra plant communities. In this talk I will focus on more recent synthesis of phenological data. As expected, they show that warming accelerates phenology in general. Furthermore, the syntheses reveal that plants at colder sites (high Arctic) are more sensitive to a given increase in summer temperatures than plants at warmer sites (low Arctic and Alpine), that warming shortens the flowering season for Arctic and alpine plants and more so for late flowering species than early flowering. I will discuss the implications of these differential phenological responses to warming for plant reproductive success, plant establishment and trophic interactions in tundra ecosystems.

Dagskrá föstudagsfyrirlestra Líffræðistofu


Vísindamaður 100sta dags ársins

Vísindavefurinn og vísindafélag íslendinga standa fyrir merku verkefni í ár, í tilefni af ára afmælis félagsins.

Verkefnið gengur út á að segja frá störfum íslenskra vísindamanna, einum á hverjum degi allt árið. Í dag er 100sti dagur ársins og þá er fjallað um rannsóknir Ásdísar Egilsdóttur.

Ljóst er að ísland á marga góða og efnilega vísindamenn, sem starfa á fjölbreyttum sviðum. Vegna míns áhuga hef ég aðallega lesið pistla um félaga mína líffræðingana og þá sem rannsaka skyld fyrirbæri.

En síðan vaknar auðvitað spurningin, hvort að í árinu endist dagar til að telja upp alla vísindamenn landsins? Það fer að öllum líkindum þannig að þeir sem ekki komast á topp 365, verði súrir. Rétt eins og börn á fótboltamóti sem fatta að það voru ekki nógu margar medalíur fyrir alla. Íslenskt vísindasamfélag er smátt, en að fá að vita að maður sé ekki á topp 365 í minnsta vísindasamfélagi heims er rassskelling með gaddakylfu. Vonbrigði er raunverulegur kraftur, og ansi langlíf tilfinning. Stjórn félagsins og vísindavefurinn gæti mögulega lengt aðeins í árinu, eða bitið í skjaldarendur og sætt sig einhverja strauma úlfúðar. Við sem erum svo óheppin að lenda ekki á 365 verðum að taka þroskaða sýn á málið, og átta okkur á því að við stundum ekki vísindi til þess að fá verðlaunapeninga. Drif okkar verður að koma að innan, það verður ekki knúið af verðlaunagripum eða viðurkenningum einhverra nefnda.

Nú er komið að vandræðalegu játningunni. Eða fyrstu vandræðalegu játningunni.

Pistillinn hér að ofan var ritaður í einhverju pirringskastinu, og fóðraður á þekkingarskorti. Blessunarlega (eða ekki) les einhver suma pistlana sem maður setur á netið, og vinir manns nægilega vænir að láta mann vita af mistiginu.

Mér hafði semsagt láðst að lesa (og/eða skilja) upphafsmálsgrein vefsíðunnar sem heldur utan um listan yfir vísindamenn dagsins. Þar segir:

Í þessum flokki er að finna umfjöllun um vísindamenn á öllum aldri og af öllum fræðasviðum, frá hinum ýmsu háskólum, stofnunum og fyrirtækjum. Vísindamennirnir eru valdir af stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins, í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, með það fyrir augum að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið allt.

Ef maður les þetta með egóið í lægsta gír, þá sér maður fegurðina í hugmyndinni. Þá kviknar reyndar spurningin, hversu stóran hluta lífsins er maður með egóið í lægsta gír? Eða, þarf maður að einbeita sér til að lækka egógírinn eða er það öfugt?

Mér þætti forvitnilegt að vita hvaða hugmyndir íslenskt fræðifólk og vísindamenn höfðu um dagatalið þegar það fór af stað. Var ég sá eini sem hélt að þetta mætti útleggja sem listi yfir topp 365 vísindamenn landsins?

Í gamla daga var vísindafélagið mjög snobbað, leit á sig sem hina íslensku vísindaakademíu með tilheyrandi hvítflippadýrkun og yfir-alla-hafinn merkikertaheitum. Nú er félagið opnara og virkara í almennu vísindalífi og baráttu fyrir stöðu vísinda í íslensku samfélagi. Við vonum að átakið auki skilning okkar íslendinga á vísinda og fræðimennsku hérlendis, landi og þjóð til framdráttar.

Breyting: Pistillinn var endurskrifaður að hluta, frá "Nú er komið að ..." og niðrúr, eftir ábendingu frá vini.

Ítarefni:

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?

 

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Helga Ögmundsdóttir rannsakað?

 

 


Veirur og saga íslenskra vísinda

Vísindafélag Íslendinga heldur málþing um veirur og vísindasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 7. apríl kl. 13.30. Flutt verða þrjú erindi þar sem sjónum verður bæði beint almennt að íslenskri vísindasögu og tilteknum þætti hennar í fortíð og...

Hversu mörg gen fáum við frá hverjum forföður?

Með bættum aðferðum til að greina erfðabreytileika manna á milli og betri líkönum í stofnerfðafræði hefur möguleikinn á að svara spurningu eins og þessari aukist mikið. Með því að nota sameindagreiningar má finna hvaða litningar og hlutar þeirra koma frá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband