26.4.2013 | 16:48
Með fróðleik í fararnesti - Kræklingaferð í Hvalfjörð
Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10.00. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.
http://www.hi.is/vidburdir/med_frodleik_i_fararnesti_kraeklingaferd_i_hvalfjord_0
26.4.2013 | 08:34
Dílaskarfurinn er staðfugl og sést í Öskju

Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 132 í Öskju náttúrfræðahúsi HÍ, milli kl. 12:30-13.10.
Mynd af dílaskörfum tekin af Arnþóri - picture copyright Arnthor Gardarsson.
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
![]() |
Krían er komin og sást í Hornafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2013 | 13:43
Dílaskarfurinn í flutningi Arnþórs og Jóns Einars
23.4.2013 | 11:52
Alvarlegar myndasögur á degi bókarinnar
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó