Leita í fréttum mbl.is

Með fróðleik í fararnesti - Kræklingaferð í Hvalfjörð


Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10.00. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.

http://www.hi.is/vidburdir/med_frodleik_i_fararnesti_kraeklingaferd_i_hvalfjord_0

 


Dílaskarfurinn er staðfugl og sést í Öskju

Dílaskarfurinn (Phalacrocorax carbo) er afar útbreidd tegund og nær frá Grænlandi og austurströnd N-Ameríku allt til Afríku, Asíu og Ástralíu. Hann er staðfugl hérlendis og heldur sig allt í kringum land að vetrinum en verpur í þéttum byggðum á hólmum og skerjum við Faxaflóa og Breiðafjörð. 
 
dilaskarfur_arnthor
 

Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 132 í Öskju náttúrfræðahúsi HÍ, milli kl. 12:30-13.10.

Mynd af dílaskörfum tekin af Arnþóri - picture copyright Arnthor Gardarsson.

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

 


mbl.is Krían er komin og sást í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dílaskarfurinn í flutningi Arnþórs og Jóns Einars

Arnþór Garðarsson (prófessor emeritus) og Jón Einar Jónsson (forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi) munu fjalla um dílaskarfinn í föstudagserindi líffræðinnar 26. apríl 2013. Ágrip erindis. Dílaskarfurinn ( Phalacrocorax carbo ) er...

Alvarlegar myndasögur á degi bókarinnar

Bækur eru mér ákaflega kærar, og þeim vil ég hampa frekar en flokki og stjórnmálasannfæringu. Í dag, 23. apríl er dagur bókarinnar, og af því tilefni var Stefán Pálsson í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 . Eða kannski var ástæða sú að nú um helgina átti...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband