29.11.2010 | 16:55
Það hófst allt með frumdýri...
Elisabeth Blackburn velti fyrir sér hvernig litningaendar eru eiginlega varðveittir í frumum við skiptingar. Það leiddi hana að frumdýrinu Tetrahymena sem er einnar frumu lífvera með mikinn rekstur. Þessi frumdýr eru í raun þykjustu fjölfrumungar. Þeir eru með tvo kjarna, annar er með eðlilegt sett af genum frá báðum foreldrum á stórum og heilbrigðum litningum. Þessi kjarni (svokallaði litli kjarni - micronuclei) er varðveittur þangað til litla frumdýrið finnur sér lífsförunaut (eða skammtímaást). Hinn kjarninn er aftur á móti mjög undarlegur. Í honum má finna mörg, mörg afrit af hverju einasta geni frumdýrsins, og litningarir eru allir brotnir upp. Það þýðir að í þessum stórkjarna (macronucleii) eru ótrúlega margir litningaendar.
Tetrahymena thermophila af wikimedia commons.
Þess vegna fór Elisabeth Blackburn að leita að þáttum sem gátu varið litningaendanna í stórkjörnum frumdýrsins. Og hún uppskar telómerasa, flóka ensíms og RNA sameindar, sem getur bætt við litningaenda og komið í veg fyrir að þeir styttist við hverja skiptingu (sjá lýsingu á vandamálinu í Galsi og eilíft líf).
Hún hlaut einnig nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2009, ásamt samstarfsmönnum sínum Carol W. Greider og Jack W. Szostak.
Litningaendar tengjast öldrun - ef þeir verða of stuttir eyðileggjast mikilvæg gen og litningarnir verða óstöðugir. Þeir tengjast einnig krabbameinum, algengt er að sjá of langa litningaenda í krabbameinsfrumum. Einnig sýndu Þórunn Rafnar og félagar hjá decode að breytileiki í telomerasa hefur áhrif á líkurnar á nokkrum gerðum krabbameina:
Önnur af þeim tveim stökkbreytingum sem fundust á þessu svæði er í TERT geninu, sem skráir fyrir víxlrita ensímflókans telomerasa. Eins og við höfum rætt áður er telomerasi nauðsynlegur fyrir viðhald litningaenda og líklega sem slíkur fyrir stöðugleika erfðamengisins (Urður, verðandi og skuld).
Elisabeth mun halda fyrirlestur á afmælisári HÍ á næsta ári. Hún er öndvegis fyrirlesari, skýr með notalegan talanda og framsetningu. Rannsóknirnar eru fyrsta flokks og spurningarnar stærri en lífið sjálft...eða næstum því.
Aukalega:
Ef grant er að gáð eru fréttir mbl.is og dv.is snarpar þýðingar á frétt the Guardian. Slík vinnubrögð sleppa kannski þegar verið er að fræða fólk um fjölda marka í fótboltaleik, en stundum skolast vísindin til í meðförum fréttamanna sbr. (Þýðingarþjónusta mbl.is) sem fjallar einmitt...um litningaenda og telómerasa.
Ítarefni:
The Guardian Ian Sample 28 nóvember 2010.Harvard scientists reverse the ageing process in mice now for humans
Um nóbelsverðlaunin 2009 - CCCCAA
![]() |
Snúa við öldrun í músum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2010 | 13:46
Traust á vísindalegum niðurstöðum
Læknisfræðin eru raunvísindi, í þeim skilningi að settar eru fram tilgátur, þær prófaðar og metnar. Þekking okkar á eðli sjúkdóma er sífellt að aukast, vegna vísindalegra rannsókna á smitberum, sjúklingum, umhverfisþáttum og erfðum. Á sama hátt reyna heilbrigðisvísindamenn og líffræðingar að finna leiðir til að meðhöndla sjúkdóma, lækna eða a.m.k. milda einkenni þeirra. Ný meðferðarúrræði eða lyf þarf alltaf að meta með hliðsjón af bestu fáanlega meðferð. Það skiptir engu þótt ný meðferð sé betri en læknisfræði nítjándu aldar, mið verður að taka af stöðu dagsins í dag.
Lyfjafyrirtækin þurfa að fá leyfi fyrir því að markaðssetja ný lyf, eða gömul lyf sem svar við öðrum sjúkdómum. Til þess að meta notagildi lyfja er framkvæmd lyfjapróf, þar sem eiginleikar lyfjanna eru kannaðir og svörun sjúklinga við þeim. Slík lyfjapróf eru mjög fjárfrek, enda er sterk krafa um að einungis nothæf lyf séu sett á markað og að aukaverkanirnar séu litlar (eða ásættanlegar).
Því miður er að koma í ljós að lyfjafyrirtæki hafa stundað margskonar bellibrögð til þess að fegra niðurstöður lyfjaprófa og markaðsset lyf sem annað hvort virka illa eða hafa alvarlegar aukaverkanir. Þetta er einna skýrast í tilfelli geðlæknisfræðinnar. Steindór J. Erlingsson hefur skrifað ítarlega um þessi mál á undanförnum tveimur árum. Nú fyrir helgi birtist grein eftir hann á Pressunni, þar sem hann reifar þessi svik lyfjafyrirtækjanna og meðvirkni læknasamfélagsins. Hann vísar í leiðara British Medical Journal, sem vill "endurvekja trúna á fyrirliggjandi vísindagögn í læknisfræðinni. Úr grein Steindórs:
Rannsóknir hafa leitt í ljós að lyfjapróf sem fjármögnuð eru af lyfjafyrirtækjum (í dag eru rúmlega 70% af lyfjaprófum fjármöguð af þeim) eru mun líklegri til þess að sýna marktækan mun á lyfi og lyfleysu eða samkeppnislyfi en þegar þau eru fjármögnuð af óháðum aðilum. Vandamálið snýst um að lyfjafyrirtækin halda öllum gögnum, takmarka þannig aðgang rannsakenda að þeim og láta oft draugahöfunda skrifa vísindagreinar.
Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa er þegar lyfjafyrirtæki birta ekki niðurstöður neikvæðra lyfjaprófa eða birta þau sem jákvæð. Með þessu móti er dregin upp röng mynd af mögulegri virkni lyfja. Þessari aðferð hefur verið beitt við markaðssetningu ýmissa þunglyndislyfja sem komið hafa á markað á undanförnum rúmum tuttugu árum.....
Af framansögðu má ljóst vera að læknar hafa ekki síður en sjúklingar verið blekktir. Þeir geta hins vegar ekki fríað sig ábyrgð. Í bók lífsiðfræðingsins Carls Elliott, White Coat, Black Hat: Adventures on the Dark Side of Medicine (2010), er fjallað um þennan vanda sem læknisfræðin stendur frammi fyrir. Eitt af því sem hann gerir að umtalsefni eru samskipti lækna við lyfjaiðnaðinn. Elliott segir læknasamfélagið hafa deilt áratugum saman um hvort auglýsingar, gjafir, námsferðir eða önnur hlunnindi sem lyfjaiðnaðurinn og fulltrúar hans láta læknum í té hafi áhrif á lyfjaávísanir þeirra. Í dag liggur hins vegar ljóst fyrir að þessi samskipti hafa oft bein áhrif á hvernig og hvaða lyfjum læknar ávísa, enda segir Elliott endurteknar rannsóknar hafa staðfest þetta.
Í ljósi þess sem fram hefur komið þá hlýt ég að spyrja:
Af hverju halda læknar áfram að eiga bein samskipti við fulltrúa lyfjaiðnaðarins?
Af hverju leyfði Geðlæknafélag Íslands fulltrúum lyfjaiðnaðarins að sitja fyrir gestum á vísindaþingi félagsins í vor?
Af hverju tóku íslenskir geðlæknar þátt í skipulagningu fundar í vor þar sem til stóð að fulltrúi lyfjafyrirtækisins Pfizer, framleiðandi hins rándýra kvíðalyfs Lyrica, gagnrýndi eldri gerðir kvíðalyfja? Er það eðlilegt að lyfjaiðnaðurinn borgi með auglýsingum rúmlega 90% af rekstarkostnaði Læknablaðsins?
Þetta þykja mér mjög eðlilegar spurningar. Læknar og fræðimenn verða að verja orðspor sitt - og það er best gert með því að forðast mögulega hagsmunaárekstra. Lyfjafyrirtækin vita að styrkir til lækna - til að fara á ráðstefnur eða vinnufundi - skila sér í meiri ávísunum og meiri tekjum.
Það er erfiðara að meta áhrif lyfjarisa á heil vísindasamfélög, t.d. í gegnum auglýsingar í fagtímaritum, styrki við ákveðnar stofnanir og fundi. Við í stjórn líffræðifélagsins þáðum t.d. styrki frá Gróco, Alcoa, Orf líftækni og Landsvirkjun, til að halda Líffræðiráðstefnuna 2009, en það er mér finnst ólíklegt að það hafi bein áhrif á rannsóknir þeirra vísindamanna sem sóttu ráðstefnuna.
26.11.2010 | 13:19
Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni
24.11.2010 | 11:04
Fuglaáhugamenn eru flottastir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó