Leita í fréttum mbl.is

Það kvakar eins og önd, syndir eins og önd en er bastarður

Samkvæmt bandarísku máltæki, ef það kvakar eins og önd, syndir eins og önd og gengur eins og önd, þá er það önd. Titill pistilsins er bein þýðing á grein J. Klein í New York Times sem fjallar um erfðablöndun andategunda.

Stokkendur eru með algengustu andategundum á jörðinni. Hún hefur víða útbreiðslu á norðurhveli, í Norður ameríku, Evrópu, Asíu og norðurhluta Afríku. Þær geta bæði verið staðfuglar og farfuglar. Mottled endur eru mun sjaldgæfari, og finnast þær eingöngu sem staðfuglar á Mexíkóflóa. Búsvæði þeirra hefur skroppið mikið saman vegna landnýtingar, á strandsvæðum (sem minnkuðu hæfileika votlendisins til að taka við regnvatni eins og sannaðist í Houston nú í haust).

GrasagardurRVK_2Þær eru aðskildar tegundir þótt að útliti séu þær áþekkar. Í ljós hefur komið að stokkendur í Florida eru staðbundnar, og sýndi nýleg rannsókn að þær hafa blandast við Mottled endur á vissum svæðum í flóanum.

Erfðablöndun er algengari og auðveldari í fuglum en öðrum hópum dýra. Finkurnar á Galapagos mynda t.d. um 13 aðskildar tegundir, en nýlegar erfðarannsóknir sýna að þær hafa blandast ítrekað í fortíðinni, og jafnvel enn í dag. Með blendingum geta gen flætt á milli tegunda. Sum genanna er hjálpleg, nýtast t.d. sem varnir gegn sýklum eða hafa áhrif á svipfar finkanna og skaffa þannig erfðabreytileika sem þróunin getur nýtt sér. Pétur og Rosemary Grant, sem hafa rannsakað finkurnar á Galapagos um áratuga skeið héldu einmitt erindi um þetta við HÍ í vor. Erfðablöndun getur líka verið óæskileg, því ef einstefna er í genaflæðinu þá geta einkenni annarar tegundarinnar horfið og hún þar með.

Í tilfelli Mottled anda og stokkandanna er sú hætta fyrir hendi. Stokkendur blandast greiðlega við aðrar skyldar endur, en ef stofnar ættingjanna eru litlir og viðkvæmir er hætt við að þær líði undir lok. Einhverjar andablöndur kunna að vera lífvænlegar, en með ef tap á búsvæðum fer saman við erfðamengun er hætt við að illa fari.

Til að árétta, erfðablöndun er náttúrulegt fyrirbæri. En náttúruleg fyrirbæri og kraftar geta valdið usla, ef mannana gjörðir beina þeim á rangar slóðir.

Eins og í tilfelli margra villtra tegunda, hérlendis koma villtir laxar upp í hugann, getur erfðaflutningur leitt til hnignunar stofna og jafnvel útdauða.

Ítarefni:

Fræðsla um stokkendur.

What Swims Like a Duck and Quacks Like a Duck Could Be a Hybrid of Two Duck Species

Arnar Pálsson 19. maí 2017 Leifturhröð þróun finka á Galapagos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband