Leita í fréttum mbl.is

Jane eina helgi í Paradís

Hún var 23 ára menntuð sem ritari, en með einlægan og djúptæðan áhuga á dýrum, þegar hún ferðaðist til afríku árið 1960. Hún fékk tækifæri hjá Louis Leaky og átti eftir að kollvarpa sýn okkar á manninn og skilningi á hegðan ættingja okkar.

Jane Goodall gerði grundvallaruppgötvanir á atferli simpansa. Hún fylgdist með simpanasnum David Graybeard nota grein sem verkfæri til að ná í fæðu. Á þeim tíma var talið að "hinn viti borni" maður væri eina tegundin á jörðinni sem notaði verkfæri. Um uppgötvanir hennar sagði hann:

Now we must redefine ‘tool’, redefine ‘man’, or accept chimpanzees as humans

Ritstjórar National Geographic komust á snoðir um rannsóknir Jane Goodall og fengu að ljósmynda hana í skóginum við rannsóknirnar, gegn því að styrkja starfið. Upp úr því spratt einstakur bálkur greina um simpansana og rannsóknir Jane og félaga, hver annarri betri.

jane_orphan_closeshot3-688x451.jpgStuttu upp úr 1960 sendi National Geographic ljósmyndarann Hugo van Lawick og kvikmyndatökumenn til að taka myndir af Jane og öpunum. Hluti af myndefninu var notað í kvikmynd sem kom út árið 1965. En afgangurinn, tugir klukkustunda af rúllum, lá óhreyfður í áratugi. Þegar týndu filmurnar komu aftur í leitirnar fékk Brett Morgen þær í hendurnar og hófst handa við að rannsaka fyrstu ár Jane í Gombe.

Afraksturinn "Jane" frumsýndur í október síðastliðnum.

Myndin fékk í vikunni tilnefningu til Bafta verðlauna, og hefur hlotið 17 aðrar tilnefningar til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim.

Okkur til láns verður myndin sýnd í Bíó Paradís í febrúar.

Laugardagur 10. febrúar kl 16:00
Sunnudagur 11. febrúar kl 16:00
Sunnudagur 11. febrúar kl 18:00

Ekki missa af þínum miða hér!
Viðburðurinn á Facebook
Á heimasíðu Bíó Paradís

Stiklur, umsagnir og fleira

Jane - kvikmyndin.

Stikla af Jane.

NY Times review: ‘Jane’ Is an Absorbing Trip Into the Wild With Jane Goodall

Hrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?Vísindavefurinn, 3. janúar 2011. Sótt 9. desember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=58124.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband