Leita í fréttum mbl.is

Hlýnun Ţingvallavatns og hitaferlar í vatninu

Hilmar J. Malmquist flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufrćđifélags. Erindiđ verđur flutt mánudaginn 29. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufrćđihúsi Háskóla Íslands. Ađgangur er öllum heimill og ókeypis.

Ţingvallavatn voriđ 2013

Ágrip af erindi:

 

Fjallađ er um langtímamćlingar á vatnshita í útfalli Ţingvallavatns frá upphafi reglulegra mćlinga á vegum Landsvirkjunar áriđ 1962 og fram til 2017 og ţćr mćliniđurstöđur athugađar í tengslum viđ veđurfarsbreytur á vatnasviđinu. Einnig er spáđ í langtímaţróun ísalagna í vatninu og gerđ grein fyrir vatnshitamćlingum úti í vatnsbol Ţingvallavatns sem hófust áriđ 2007 og varpa ljósi á lóđrétta hitaferla í vatninu.

 

Rannsóknirnar stađfesta ađ Ţingvallavatn hefur hlýnađ umtalsvert á síđastliđnum 30 árum eđa svo, frá lokum kuldaskeiđs sem varđi milli 1965 og 1985-86, og fellur hlýnun vatnsins vel ađ ţróun hćkkandi lofthita á vatnasviđinu. Ársmeđalhiti í vatninu hefur hćkkađ ađ jafnađi um 0,15°C á áratug sem sem er á svipuđu róli og í öđrum stórum, djúpum vötnum á norđlćgum slóđum. Mest er hlýnunin ađ sumri til (júní-ágúst) međ 1,3–1,6°C hćkkun á međalhita mánađar á árabilinu 1962–2016. Fast á hćlana fylgja haust- og vetrarmánuđirnir (september-janúar) međ hćkkun á međalhita mánađar á bilinu 0,7–1,1°C. Vegna hlýnunarinnar leggur Ţingvallavatn bćđi sjaldnar og seinna en áđur og ís brotnar fyrr upp. Hlýnun vatnsins virđist einnig hafa eflt hitaskil og lagskiptingu úti í vatnsbolnum.

 

Spáđ er í afleiđingar hlýnunarinnar fyrir lífríki vatnsins sem sumar hverjar virđast ţegar vera mćlanlegar, t.a.m. aukin frumframleiđsla, og sverja ţćr sig í ćtt viđ breytingar í vistkerfum í vötnum annars stađar á norđurslóđ. Ţá hafa fordćmalausar breytingar átt sér stađ nýlega í svifţörungaflóru vatnsins m.t.t. tegundasamsetningar og vaxtarferils á ársgrunni og kunna ţćr breytingar ađ stafa af samverkandi áhrifum hlýnunar og aukinnar ákomu nćringarefna í vatniđ.

 

Dr. Hilmar J. Malmquist er líffrćđingur og forstöđumađur Náttúruminjasafns Íslands. Hilmar hefur um áratugaskeiđ sinnt margvíslegum vatnalíffrćđirannsóknum, ţ. á m. vöktunarrannsóknum í Ţingvallavatni. Hilmar lauk sveinsprófi í líffrćđi frá Háskóla Íslands áriđ 1983, meistaraprófi í vatnavistfrćđi frá Hafnarháskóla 1985 og doktorsprófi í sömu grein frá sama skóla 1992.

Sjá nánar á vef HÍN.

Mynd tók A. Pálsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband