Leita í fréttum mbl.is

Hvernig verða tegundir til?

Jörðin er full af ólíkum lífverum.

 

En hvernig urðu hinar ólíku tegundir til?


Er mögulegt að sveiganleiki þroskunar auðveldi þróun tegundanna?


Í Þingvallavatni eru fjögur afbrigði bleikju, murta, dvergbleikja, kuðungableikja og sílableikja. Þau eru ólík í útliti, stærð og lífsháttum.

fig-1-2x

Merkilegast er að þau hafa þróast á um 10.000 árum, frá lokum síðustu ísaldar.


 

Að auki hafa dvergbleikjur áþekkar þeim sem finnst í Þingvallavatni þróast endurtekið innan Íslands. Það er nokkurskonar náttúruleg tilraun í þróunarfræði.


Með því að beita aðferðum sameindaerfðafræði er hægt að kanna ferla sem tengjast muninum á afbrigðunum og aðlögun þeirra að umhverfi sínu.

 

Þetta er mikilvægt því ALLAR lífverur þróast, og með svona rannsóknum er hægt að skilja krafta þróunar og samspil tilviljana og náttúrulegs vals.

 

Nýleg rannsókn á þremur afbrigðum, murtu (PL), dvergbleikju (SB) og kuðungableikju (LB) sýnir að þroskun þeirra er ólík, jafnvel fyrir klak. Þetta fannst með því að skoða tjáningu tugþúsunda gena í fiskafóstrum, sem sýndi að rúmlega 2000 gen virka ólíkt milli afbrigðanna.

fig-5-2xRannsókn þessi og margar aðrar á líffræðí Íslands, starfsemi fruma, þroskunar, vistkerfum og sjúkdómum verða kynntar á Háskóladeginum 3. mars 2018.

Askja náttúrufræðihús HÍ 12:00-16:00, allir velkomnir.

Ítarefni:

Guðbrandsson J, Franzdóttir SR, Kristjánsson BK, Ahi EP, Maier VH, Kapralova KH, Snorrason SS, Jónsson ZO, Pálsson A. (2018) Differential gene expression during early development in recently evolved and sympatric Arctic charr morphs. PeerJ 6:e4345 https://doi.org/10.7717/peerj.4345

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við gætum í rauninni fundið þennan sama fjölbreytileika hjá mannfólkinu og hjá bleikjunni í Þingvallavatni.

=Að það er bæði hægt að finna fólk hér á jörðu sem að er 3 metrar á hæð og líka dverga sem að eru undir 1 meter.

Myndum við segja að 3 metra hár maður væri önnur tegund

en 1 metra hár dvergur?

-------------------------------------------------------------

Ef að síðan myndum finna og setja 100 manns af báðum kynjum sem að væru allir 3 metrar á hæð á eyði-eyju og fólkið væri látið fjölga sér þar í 300 ár; þá yrði þróunin væntanlega  eftir því.

Og ef að við myndum gera það sama með 100 dverga; að þá yrði þróunin væntanlega eftir því á annarri eyðieyju.

Eftir 300 ára einangrun á sitthvorri eyjunni  að þá gætum við verið komin með 2 ólíka hópa á sitthvorri eyjunni.

Myndum við segja að þarna værum við komin með 2 ólíkar tegundir af mannfólki eða væri þarna um að ræða sömu tegundina?

Jón Þórhallsson, 28.2.2018 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvernig verða tegundir til?

Í mínum huga komu allir kynþættirnir úr sitthvoru stjörnukerfinu  utan úr geimnum á mismunandi tímum en það var engin apaþróun hér á jörðu:

Asíubúar og blökkufólk eru í rauninni geimverutegundir frá  öðrum stjörnukerfum sme að komu hingað til jarðarinnar fullmótaðar:

Vandað ýtarefni:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2196562/

Jón Þórhallsson, 28.2.2018 kl. 11:29

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eins með dýrin að þau eru öll flutt til jarðarinnar frá öðrum stjörnukerfum /frá  mörgum ólikum menningarheimum í geimnum fullmótuð með sín fullkomnu skilningarvit.

Það útilokar samt ekki að einhverkonar smávegis þróun geti átt sér stað hér á jörðu t.d. tengt hæð, þyngd, styrkleika, lit, gáfur og smávægisleg útlitseinkenni eins og við sjáum hjá Þingvallableikjunni.

Jón Þórhallsson, 28.2.2018 kl. 12:27

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó svo að allar tegundir hér á jörðu séu fluttar hingað til jaðrarinnar frá öðrum stjörnukerfum fullmótaðar að þá svarar það væntanlega ekki spurningunni okkar um upphaf mannsisins sem tegundar í alheimi:

Svo skilst mér að það sé til einhverskonar tækni hjá háþroskuðum mennskum utanjarðargestum sem að heitir

"LIVING ART" = Lifandi list.

=Að það sé til einhverkonar tækni/vél þar sem að fólk getur hannað lífverur að eigin vild og síðan blásið lífi í þá hönnun með einhverjum hætti:

------------------------------------------------------------

Einnig skilst mér að geimverur í samstarfi við yfirvöldin í USA séu farin að leika sér að því að búa til nýjar tegundir með því að blanda saman genum geimvera og mennsks fólks og líka genum mannfólks og dýra:

Mér skilst að slikt fikt hafi át sér stað í Dulce-bækistöðinni; ég veit ekki hvort að sú starfssemi sé ennþá í gangi:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1362401/

Jón Þórhallsson, 28.2.2018 kl. 14:02

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll JónAfbrigðin í Þingvallavatni gætu orðið að aðskildum tegundum, með tíð og tíma. Nú eru þau aðgreinanleg, en ekki tegundir.En ferlin sem drífa myndun afbrigða eru þau sömu og drífa tilurð tegunda. Þess vegna er svo forvitnilegt að kanna hvað gerist í vötnum hérlendis, á þessum stutta jarðfræðilega tíma.Varðandi dæmið þitt, kynslóðatími okkar er um 20 ár en bleikju 2-5 ár. Þannig að sambærilegur fjöldi ára fyrir aðskilnað manna í undirtegundir væru kringum hundrað þúsund ár. Maðurinn þróaðist í undirtegundir, t.d. hafa verið margar tegundir af ættkvísl Homo, nú síðast homo sapiens, neanderthalensis og denisova. Sem voru uppi á sömu svæðum fyrir um hundrað þúsund árum.Miðað við miklar ferðir fólks í nútíma er hins vegar ólíklegt að við skiptumst í ólíkar tegundir, nema ef nýlendan okkar á Mars komist á laggirnar og geimferðir leggist síðan af í nokkur hundruð þúsund ár...

Arnar Pálsson, 28.2.2018 kl. 17:30

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Trúir þú því ennþá að maðurinn sem tegund hafi þróast út frá pöddum >skriðdýra>apa og þaðan til manna; hér á jörðu 

bara fyrir tilstilli stökkbreytinga og náttúru-úrvals?

Jón Þórhallsson, 28.2.2018 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband