Leita í fréttum mbl.is

Hvernig rata taugar á áfangastað?

Við þroskun heilans og taugakerfisins þurfa taugarnar að tengjast saman, og tengjast við skynfærin. Taugar eru margar með langa síma, sem teygja sig um heilann, mænu eða vefi líkamans.

En hvernig rata taugar á áfangastað?

Sigríður R. Franzdóttir taugaþroskunarfræðingur rannsakar þetta í ávaxtaflugunni.

augndiskur

 

Augnbolli ávaxtaflugunnar myndast á lirfustigin og þurfa ljósnæmu frumurnar að tengjast við heilann.

Myndin er af augnbotni ávaxtaflugu, á vissu  þroskastigi. Í skálinni myndast ljósnæmu frumurnar, stoðfrumur eru rauðar og taugasímar bláir

Ljósnæmu frumur í botni disksins, þarf að tengja við heilan, og vaxa taugasímar í gegnum stilkinn (til vinstri) inn í heilann og á réttar stöðvar.

Hægt að fylgjast með eðlilegri þroskun með litun á frumum.

Hægt að kanna áhrif einstakra gena á ferlin, með því að kvekja á þeim á röngum stað (tíma) eða með því að óvirkja þau.

Þá er spurt hvort og þá hvernig taugaþroskunin raskast? Tengist augað rétt eða ekki?

Hægt að beita sömu aðferðum til að rannsaka þroskun, lífeðlisfræði, atferli og líffræði sjúkdóma.

Sameindalíffræði mikið notuð til að rannsaka sjúkdóma, faraldra og öldrun.

Rannsókn þessi og margar aðrar á líffræðí Íslands, starfsemi fruma, þroskunar, vistkerfum og sjúkdómum verða kynntar á Háskóladeginum 3. mars 2018.

Askja náttúrufræðihús HÍ 12:00-16:00, allir velkomnir.

Ítarefni:

Franzdóttir SR, Engelen D, Yuva-Aydemir Y, Schmidt I, Aho A, Klämbt C. Switch in FGF signalling initiates glial differentiation in the Drosophila eye. Nature. 2009 Aug 6;460(7256):758-61. doi: 10.1038/nature08167.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin mætti oftar vera hvert ætti að vera næsta skref mannsins sem tegundar inn í framtíðina?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/

Svo að það þurfi ekki alltaf að vera að leysa vandamálin þegar í óefeni er komið.

Jón Þórhallsson, 2.3.2018 kl. 16:43

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Spurt var hvernig þroskast dýr?

Hvernig þroskast vitsmunir, persónuleikar og samskiptahæfileikar mannfólks er önnur spurning, en líka áhugaverð.

Ég er sammála um að við gætum öll bætt okkur á þessum sviðum, en sagan bendir til að samfélagsgerð og samskipti hafa verið lykill að aukinni færni okkar til þessa, og því að öllum líkindum í framtíðinni.

Arnar Pálsson, 3.3.2018 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband