3.12.2018 | 15:18
Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda
Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda
Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs næstu árin, þrátt fyrir að fjárveitingar til hans sé nú mikið lægri en í sambærilega sjóði á nágrannalöndunum.
- Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu
- Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði
- Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann muni aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður, þar sem 25 störf ungra vísindamanna munu þá hverfa strax á næsta ári
Í nýlegri stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að fjárfesting í ransóknum og þróun fari úr 2 í 3% af landsframleiðslu, en til þess einungis að halda í við núverandi landsframleiðslu þyrfti að auka fjármagn í Rannsóknasjóð um milljarð.
Við, undirrituð, hvetjum stjórnvöld til að hugsa til framtíðar og auka fjárveitingar til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs.
https://is.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_i_visindi
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Málið snýst um að það þarf að forgangsraða
betur á þessum vettvangi.
Það gerir ekkert til að skera niður allar fornleifa-rannsóknir.
Hinsvegar mætti endurvekja sjónvarpsþátt
eins og NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI fyrir fullorðna sem að yrði fastur liður einu sinni í viku og þar væri hægt að skoða allskyns vísindi í ró og næði með fremstu vísindamönnum íslands á vönduðum tækniteikningum.
Jón Þórhallsson, 3.12.2018 kl. 15:42
Fólk gæti sent inn hugmyndir að viðfangsefnum í
þátt eins og NÝJASTA-TÆKNI OG VÍSINDI og þannig gæti þjóðin verið í meira samstarfi við fólkið í landinu og jafnvel gæti háskóli íslands þýtt erlend myndefni og stofnað íslenska umræðuhópa um það nýjasta sem að er að gerast út í hinum stóra heimi :
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/16/
Jón Þórhallsson, 3.12.2018 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.