Leita í fréttum mbl.is

Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda

Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til Rannsóknasjóðs  Vísinda- og tækniráðs næstu árin, þrátt fyrir að fjárveitingar til hans sé nú mikið lægri en í sambærilega sjóði á nágrannalöndunum.

  • Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu
  • Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði
  • Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann muni aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður, þar sem 25 störf ungra vísindamanna munu þá hverfa strax á næsta ári

Í nýlegri stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að fjárfesting í ransóknum og þróun fari úr 2 í 3% af landsframleiðslu, en til þess einungis að halda í við núverandi landsframleiðslu þyrfti að auka fjármagn í Rannsóknasjóð um milljarð.

Við, undirrituð, hvetjum stjórnvöld til að hugsa til framtíðar og auka fjárveitingar til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs.

https://is.petitions24.com/hvetjum_stjornvold_til_a_falla_fra_niurskuri_i_visindi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið snýst um að það þarf að forgangsraða

betur á þessum vettvangi.

Það gerir ekkert til að skera niður allar fornleifa-rannsóknir.

Hinsvegar mætti endurvekja sjónvarpsþátt

eins og NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI fyrir fullorðna sem að yrði fastur liður einu sinni í viku og þar væri hægt að skoða allskyns vísindi í ró og næði með fremstu vísindamönnum íslands á vönduðum tækniteikningum.

Jón Þórhallsson, 3.12.2018 kl. 15:42

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk gæti sent inn hugmyndir að viðfangsefnum í 

þátt eins og NÝJASTA-TÆKNI OG VÍSINDI og þannig gæti þjóðin verið í meira samstarfi við fólkið í landinu og jafnvel gæti háskóli íslands þýtt erlend myndefni og stofnað íslenska umræðuhópa um það  nýjasta sem að er að gerast út í hinum stóra heimi :

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/16/

Jón Þórhallsson, 3.12.2018 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband