Leita í fréttum mbl.is

Erfðir og umhverfi þorsksins

Líffræði nytjastofna á að vera lykilatriði í fiskveiðistjórnun og nýtingu á auðlindum sjávar. Sem betur fer eru ágætar rannsóknir á þessu sviði hérlendis, en betur má ef duga skal.

Hafrannsóknarstofnun býr yfir góðu starfsfólki, og við Háskóla Íslands eru nokkrir aðillar sem rannsaka lífríki hafsins, líffræði þorsksins og þróun hans.

Björn Birnir ræddi í gær um einn mikilvægan þátt í lífríki hafsins, loðnuna. Hún er okkur drjúg í bræðslu, en hlutverk hennar í hafinu er víðtækara.

"Það er bara einn aðili sem hefur meiri áhuga á loðnunni en við, og það er þorskurinn,” sagði Björn Birnir

Í næstu viku verður fundur um líffræði þorsksins, með innlendum og erlendum sérfræðingum (sjá dagskrá).

Loðnan er hluti af fæðuumhverfi þorsksins, og hún ásamt öðrum umhverfisþáttum (hita, mengun, og afráni) hlýtur að móta stofninn. Einar Árnason komst t.d. að þeirri niðurstöðu að afrán vegna veiða sé að breyta erfðasamsetningu stofnsins á mjög afdrifaríkan hátt, og hann spáir hruni fiskirís.


mbl.is Loðnan að hverfa vegna hlýnunar sjávar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Vonandi fjalla einhver um þá staðreynd að eftir því sem öfgarnar í "stjórnuninni" vaxa - því verr gengur - og smáþorskur vex hægar en áður.

Það er svo falið bak við umfjöllun um að "eldri þorskur virðist vaxa vel nú" - en þá er því sleppt að fjalla um það hvort þessi "eldri þorskur" hafi skroppið í fæðunám til Grænlands eða annað - og  sé svo kominn til baka betur á sig kominn....

Umfjöllunin er yfirleitt öll svo einsleit og öfgakennd að ég er hálf orðlaus... og  verð að lýsa furðu minni á því ábyrgðarleysi sem sýnt er með því að hafna  endurkekið umfjöllun um -  að auknar veiðar á smáþorski sé einn af þeim valkostum sem  við eigum að ræða í alvöru - a.m.k. á afmörkuðum svæðum til að fá gögn um hvort vastarhraði smáþorsks fer ekki hækkandi við aukna sókn á því svæði.

Kristinn Pétursson, 3.12.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Kristinn, takk fyrir innleggið.

Til að byrja með verð ég að játa að ég er ekki stofnvistfræðingur, og hef því ekki jafn traustan grunn og margir á þessu svelli!

Mér finnst ábending þín góð, það þarf að kanna hvort hægt sé að efla stofninn á annan hátt en  nú er gert.

En ég veit, skv. niðurstöðum Einars og félaga að svæði og dýpt eru samtvinnuð. Einnig er vitað að þorskurinn er á sífelldu flakki.

Það er því frekar erfitt að ætla að taka einn fjörð eða ákveðið hafsvæði útúr og gera tilraun þar.

Ég held að við þurfum að fara að safna gögnum af miklum móð, stærð, staðsetningu og taka lífsýni fyrir arfgerðagreiningu.

Það er náttúrulega mögulegt að veiðarnar einar og sér séu að ganga frá þorskstofninum, og að hvað sem okkur detti í hug (lokanir, friðanir, breytingar á veiðarfærum) muni ekki duga til að bjarga því.

Einnig er mögulegt að breytingar á hitastigi og eiginleikum hafsins af mannavöldum séu að leika stofninn grátt. Ef annað eða hvorutveggja er rétt, þá eru bæði rannsóknir og fiskveiðistjórnun gagnslaus, og við ættum bara að sleppa bátunum lausum og leyfa þeim að veiða þangað til síðasta þorsknum er landað.

Ég held í þá von að fiskveiðistjórnunin virki, og að okkur takist að móta hana af þekkingu og skynsemi.

Arnar Pálsson, 3.12.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband