Leita í fréttum mbl.is

Skinhelgi kristinna helgimanna

Reynir Harðarsson fjallar um Skinhelgi kirkjunnar sem hefur ótrúlega þétt tak á íslensku þjóðfélagi.  Hann segir meðal annars að:

Yfirlýstir trúleysingjar vita mætavel hvaða afleiðingar það hefur að voga sér að gagnrýna stjórnarskrárvarin sérréttindi ríkiskirkjunnar, ofurlaun presta, trúboð í leik- og grunnskólum, sjálfkrafa skráningu barna við fæðingu í trúfélag og fleira.
Ég leyfi mér að fullyrða að almenningur gerir sér enga grein fyrir hvað hann er gjörsamlega gegnsósa af kenningum kirkjunnar og þeim lúmska áróðri sem hún beitir á opinberum vettvangi. Í Vantrú höfum við lengi gagnrýnt kristna trú, kirkju og málflutning kirkjunnar manna. Fyrir vikið höfum við fengið að reyna á eigin skinni andúð kirkjunnar manna og ofurkristinna. Við þekkjum skítkastið, símhringingarnar, slúðrið og áhrif á atvinnu okkar. Meirihluti landsmanna hefur hins vegar litla þekkingu á málstað okkar og málflutningi en trúir líklega tröllasögum hinna helgu manna.
Kannski er ekki von á góðu þegar það er beinlínis kennt í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands að málflutningur Dawkins og Vantrúar „grafi undan allsherjarreglu og almennu siðferði" með því að „skerða málfrelsi trúaðra, andmæla almennum mannréttindum, leggja menn í einelti og fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga". Þegar okkur varð þetta ljóst var okkur illa brugðið, og þarf þó nokkuð til. Siðanefnd Háskólans hefur þessa kennslu nú til athugunar. 

Á þeim tíma er ég vann við Chicago háskóla sóttum við töluvert í kaffistofu Guðfræðideildarinnar, út af veraldlegum kosti ekki andlegum. Kaffistofan seldi bestu skyndibita á háskólasvæðinu og guðdómlegt kaffi. "Where god drinks coffee" - var yfirskriftin á stuttermabolunum sem þeir seldu, sem er auðvitað argasta guðlast. En það er allt í lagi að því að sagt var á campus að guðfræðideildin við háskólann afkristnaði flesta sem þaðan luku námi. Allavega virðist Chicago vera með opnara og fræðilegra nám en guðfræðideild HÍ.

Málflutningur Guðmundar Inga Markússonar er næst mínum skilningi á tilurð trúarbragða. Eins og hann segir í óútkominni bók um Arfleifð Darwins:

Skilgreina má tvær meginþróunarfræðilegar tilgátur um tilurð trúarbragða. Í fyrsta lagi kenningar um trúarbrögð sem hliðarverkun líffræðilegra þátta (by product) og í annan stað kenningar um trúarbrögð sem sjálfstæða, líffræðilega aðlögun (adaptation). Seinni tilgátan kemur í tveimur tilbrigðum sem gera ráð fyrir þróun trúarbragða sem aðlögun innan hóps einstaklinga eða sem afleiðingu vals á milli hópa.

Sjá einnig pistlana: 

Arfleifð Darwins: þróun menningar og trúarbragðaÞróaðist trúar "hæfileikinn"?


Crappameyn í heyla - eikur kingetu

Líffræðingar hafa veitt því eftirtekt að á undanförnum árum hafa stofnar bjargfugla og einnig kríu minnkað umtalsvert. Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus, hefur rannsakað bjargfugla stofna í nokkra áratugi. Í fyrra benti hann á að Bjargfuglum hefur fækkð hér við land á síðustu tveimur áratugum.

Erpur Snær Hansen og samstarfsmenn hafa fylgst með lundanum og öðrum tegundum í Vestmannaeyjum, og í sumar greindu þeir frá því að varpið í ár misfórst eins og undanfarin ár.

Þetta eru raunverulegar sveiflur og við hljótum að reyna að finna orsakir þeirra. Samdráttur í stofnstærð eða fari sandsílisins virðist vera einn þáttur, en ekki er hægt að útiloka aðra umhverfisþætti. Það er ólíklegt að um einhverskonar farsótt sé að ræða, fyrst stofnar margra mismunandi tegunda eru að skreppa saman.

Ég vissi að náttúrufræði og vísindaþekkingu blaðamanna væri töluvert ábótavant en mér finnst stórkostulegt að þeir kunni ekki nöfnin á algengustu fuglategundum. Rita eða ryta, það er spurningin.

Hvað er næst, munu þeir misrita nöfn líffæra og algengra sjúkdóma..."Alvarleg livrarbólgutilfelli í Andakílshreppi", "Arfgeng Heylablæðing á undanhaldi", "Crappamein í heyla - eykur kingetu"


mbl.is Bjargfugli fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Visindavaka: kaffi úti á landi

Af vefsíðu vísindavökunar : Miðvikudagur 22. september kl. 18-19:30 í Sandgerði Grjótkrabbi - skemmtilegur og bragðgóður! Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði og Náttúrustofa Reykjaness kynna grjótkrabba sem er nýr landnemi hér við land. Fyrst er krabbinn...

Arfleifð Darwins: Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins

Í lok septembermánaðar kemur út ritgerðasafnið Arfleifð Darwins . Kveikjan að bókinn var afmæli Charles Darwin, en í fyrra voru 200 ár liðin frá fæðingu hans, og það að 150 ár voru í fyrra liðin frá því að Uppruni tegundanna var gefinn út. Við helgum...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband