Leita í fréttum mbl.is

Áskoranir lífsins - RÚV í kvöld

Náttúrufíklar athugið, kvöld lystisemdanna blasir við.

Rúv hefur sýningar á BBC þáttaröðinni Lífið.

David Attenborough kynnir okkur fyrir fjölbreytileika lífsins, og í fyrsta þættinum verða skoðaðar þær áskoranir sem lífverur þurfa að takast á við. Lífsbaráttan er margslungin og oft hatrömm. Engu að síður hríslast um mann unaðshrollur við að sjá hvernig veigalitlir frokar takast á við veröldina eða þegar hnúfubakar stökkva upp úr hafinu með ginið fullt af síld.

Viðfangsefni lífsins

Sýnt: mánudagur 22. mars 2010 kl. 20.10.

Í þættinum er sagt frá þeim furðulegu hlutum sem dýr og plöntur verða að gera til þess að lifa og auka kyn sitt. Við sjáum hettuapa brjóta pálmahnetur með bareflum, flóðhesta stökkva upp úr vatni og kameljón stela bráð úr kóngulóarvef. Við sprettum úr spori með blettatígrum á strútaveiðum, sjáum höfrunga fanga fisk í gildru og syndum með sel á flótta undan háhyrningum í hafísnum við Suðurskautslandið.

bangsaslagur.jpgMynd tók AP. Aðrir pistlar um David Attenborough.

Stórviðburðir í náttúrunni

Attenborough ofsóttur


Frábært sjónarspil

Eldgos eru stórkostleg sjónarspil, svo lengi sem enginn ferst eða missir rollur í gíginn.

Það er svo sérkennilegt, í hvert sinn sem eldgos verður hérlendis þá hríslast um mann þjóðernisstolt, nei sko sjáðu hvað litla landið mitt getur.

Eldgos eru eitt af skemmtilegri fyrirbærum náttúrunar, og ég sem líffræðingur er næstum því afbrýðisamur yfir því hversu mikilfengleg þau eru.

Vandamálið við það að rannsaka jarðfræði er vitanlega það að tilraunir eru frekar erfiðar, allavega á þessum skala. Á meðan líffræðingar geta tekið flugurnar sínar og breytt umhverfi þeirra, fjarlægt frumur eða kveikt á genum á vitlausum stöðum, þá geta jarðfræðingar ekki sett af stað jarðskjálfta eða dælt í kvikuhólf.

Það er samt ákaflega gaman að fylgjast með eldgosinu og heyra í jarðfræðingum okkar útskýra herlegheitin. Það er nákvæmlega ekkert að því að velta upp þeim möguleika að Katla muni gjósa, gögnin sem þeir búa yfir benda til virkni beggja eldstöðva sé tengd, þó ekki sæki þær kviku í sömu hólf.

Jarðfræðingarnir hljóta að vera ólmir í að ná sýni af nýja hrauninu til að vita hvort þetta sé úr kvikuhólfi Eyjafjallajökuls eða Kötlu. Miðað við lætin í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) virðist vera nóg af sjálfboðaliðum til að fara og sækja eins og eina hraunslettu í skál.


mbl.is Þurfum að fylgjast með Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin kenning Darwins

Charles Darwin er þekktastur fyrir þróunarkenninguna. Hún felur í sér að allar lífverur á jörðinni séu af sama uppruna og myndi eitt risastórt þróunartré. Darwin og samtímamaður hans Alfred Wallace settu einnig fram hugmyndina um náttúrulegt val, sem...

Varnir og starfsemi lungnaþekju

Lungu hryggdýra er stórmerkileg fyrirbæri. Við drögum inn í okkur loft, og tökum upp súrefni í lungnablöðrunum, sem síðan er flutt til vefja með blóðrásinni. Lungun sjálf eru því berskjölduð fyrir öllum þeim óhreinindum og sýklum sem í loftinu leynast....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband