19.4.2018 | 10:06
Sprengingar og hrun í Mývatni
Lífríki Mývatns er mjög sérstakt, mýið er í AÐAL hlutverki í vistkerfinu. Árni Einarsson, forstöðumaður rannsóknarsetursins við Mývatn, og Arnþór Garðarson við Líffræðiskor HÍ, hafa um áratuga skeið mælt viðgang mýflugnanna, og annara lífvera í vatninu. Slíkar langtíma rannsóknir krefjast mikillar þolinmæði, og mannafla, og eru þeir ófáir áhugamenn, fræðingar og nemar sem hafa lagt hönd á háfinn (sýnatökudall hljómar ekki jafnvel).
Árni, Arnþór og félagar hafa verið virkir í rannsóknum á þessu vistkerfi en grein þeirra í Nature árið 2008 er einn hápunkturinn á góðu verkefni. Í greininni nutu þeir aðstoðar erlendra líkanasmiða, sem sniðu reiknilíkön sem útskýra ágætlega sveiflur í mýstofninum á Mývatni. Anthony Ragnar Ives smíðaði líkan til að fylgja eftir sveiflum á mörkuðum eða hreyfingum gervitungla, eins og lýst er í pistli í Nature. Vincent Jensen aðstoðar þá að túlka herlegheitin.
Megin niðurstaðan er sú að stofninn sveiflist milli tvennskonar ástanda. Annars vegar rótækar sveiflur í stærð, sem fólk kannast við, stundum er Mývatn nær ósýnilegt að sumarlagi, en önnur árin stendur það varla undir nafni. Hins vegar getur stofnstærðin stundum hangið stöðug um nokkura ára skeið. Líkanið sem þeir byggðu getur útskýrt hvorutveggja.
Það sem skiptir náttúrulega mestu er það að vistkerfi eru ekki stöðug, og að stundum geta þau hrunið, oft af veigalitlum orsökum. Það ætti að vera ástæða til þess að draga úr veigameira álagi á vistkerfi, sem eru okkur nauðsynleg lifibrauð.
Tony Ragnar Ives heldur fyrirlestur um Mývatn föstudaginn 20. apríl, 12:30 í stofu 131 i Öskju náttúrufræðihúsi HÍ. Allir velkomnir.
Booms and busts in the midges of Mývatn
Kynning og ágrip á ensku
Anthony Ragnar Ives, Professor of Biological Sciences and head of the Ives lab at University of Wisconsin-Madison, will give a presentation of his research:
Ecosystems that show huge changes through time can reveal the ecological forces that stabilize or destabilize natural systems. Midges in Lake Mývatn, Iceland, are an extreme example, with abundances that fluctuate over four orders of magnitude in irregular cycles lasting 4-8 years. Based on research conducting for over 40 years, we suspect that these fluctuations are caused by the midges' ability to deplete their food supply. If this hypothesis is correct, then Mývatn will be a rare example in which the interactions between herbivores and their food create a highly unstable ecosystem.
Ítarefni:
Lífið í hrauninu lífríki í vatnsfylltum hraunhellum í Mývatnssveit
Líf og ástir við eldfjallavatn
Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár
Til heiðurs Arnþóri Garðarssyni
11.4.2018 | 12:47
Hvað gerist á túndrunni við hlýnun jarðar?
Túndran er margslungin, fátæk af tegundum en auðug af lífmassa, stöðug en einnig viðkvæm og hún er eitt mikilvægasta vistkerfið sem verður fyrir áhrifum hnattrænna loftslagsbreytinga.
Föstudagnn 13. apríl kl. 12.30 í Öskju N-131, mun Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, kynna rannsóknir sínar í fyrirlestrarröð Líffræðistofu:
Erindi hennar verður flutt á ensku, og nefnist Phenological responses to climate warming across the tundra biome
Ágrip erindis birtist einnig á vefsíðu líffræðistofu HÍ.
During more than two decades valuable data has been collected within the research network International Tundra Experiment (ITEX) aiming at answering the question how climate warming affects tundra plant communities and ecosystems. The large number of research sites widely distributed across the tundra biome, the use of standardized protocols and the combination of experimental warming and monitoring make this network unique. Several data syntheses have provided groundbreaking insights into how climate warming affects growth and reproduction of individual tundra plants and tundra plant communities. In this talk I will focus on more recent synthesis of phenological data. As expected, they show that warming accelerates phenology in general. Furthermore, the syntheses reveal that plants at colder sites (high Arctic) are more sensitive to a given increase in summer temperatures than plants at warmer sites (low Arctic and Alpine), that warming shortens the flowering season for Arctic and alpine plants and more so for late flowering species than early flowering. I will discuss the implications of these differential phenological responses to warming for plant reproductive success, plant establishment and trophic interactions in tundra ecosystems.
Dagskrá föstudagsfyrirlestra Líffræðistofu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2018 | 11:37
Vísindamaður 100sta dags ársins
Vísindi og fræði | Breytt 1.5.2018 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2018 | 11:55
Veirur og saga íslenskra vísinda
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó