10.1.2018 | 09:32
Ólympíuleikar í líffræði 2018, landskeppninn
Undankeppni fyrir val landsliðs framhaldsskólanna í líffræði fer fram 24. janúar nk.
Keppnin fer þannig fram að nemendur þreyta 60 mínútna próf sem samanstendur af 50 krossaspurningum á ensku. Prófinu fylgir orðalisti með þýðingum fræðilegra hugtaka. Önnur hjálpargögn eru ekki leyfð.
Frestur til skráningar er til föstudagsins 19. janúar.
Hver skóli sér um framkvæmd prófsins fyrir sína nemendur. Tengiliður fær sent pdf-skjal með prófinu á þriðjudaginn 23. janúar. Hann sér um að prenta út og fjölrita prófið og leggja það fyrir nemendur skólans miðvikudaginn 24. janúar kl. 10:00-11:00.
Þeir 15 nemendur sem flest stig hljóta í undankeppninni komast áfram í lokakeppni sem haldin verður í febrúar eða mars nk.
Þá verður valið landslið fjögurra nemenda til þátttöku í Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í líffræði (IBO, International Biology Olympiad, http://ibo2018.karamudini.com/) sem haldin verður í Teheran í Íran í júlí 2018.
Samkvæmt reglum IBO mega þátttakendur í keppninni ekki hafa náð 20 ára aldri þann 1. júlí 2018 (verða að vera fæddir 1. júlí 1998 eða síðar).
Aðeins þeir nemendur sem uppfylla þessi skilyrði eru gjaldgengir í lokakeppnina.
Nánari upplýsingar hjá fulltrúum framhaldsskólakennara í IBO-nefnd Samlífs (Jóhönnu Arnórsdóttur MR, Þórhalli Halldórssyni FA og Karen Pálsdóttur FB) og á lifkennari.is.
Vísindi og fræði | Breytt 11.1.2018 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2018 | 10:00
Opinn aðgangur að vísindaþekkingu
Í vísindum var aðgengi að fræðigreinum lengi takmarkað, en breyting hefur orðið á undanförnum áratug.
Snemma komst á sú hefð að vísindamenn sendu greinar til birtingar í fagtímaritum, sem ákveðnir útgefendur sáu um i) að fá faglega aðilla til að rýna og meta, ii) búa til prentunar, iii) prenta og iv) dreifa á bókasöfn og fagaðilla. Í langflestum tilfellum afsöluðu vísindamennirnir sér höfundarétti til útgefenda. Vísindamenn fá næstum aldrei greiðslur fyrir greinar eða bækur (nema þeir sem gefa út vinsælar bækur eins og Leitin að uppruna ĺífs).
Þetta er all sérstök uppsetning, sérstaklega í nútímanum, þar sem vísindamenn fá flestir peninga frá almenningi (samkeppnissjóðum á vegum fylkja, ríkis og ríkjabandalaga (ESB). Til dæmis útdeilir Bandaríska heilbrigðisstofnunin (NIH) hundruðum milljarða á ári, en hefur undanfarið gert þá kröfu að styrkþiggjendur skuli sjá til þess að niðurstöðurnar séu öllum aðgengilegar. Það er skynsamlegt, ríkið borgar fyrir rannsókn og vill að niðurstöðurnar séu ekki læstar niðri í skúffu. Þessi heimspeki er sterk í vísindum og hefur margar birtingarmyndir (aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna).
Innan vísinda er straumurinn frá hinum klassísku vísindaritum. Public library of Science (PLoS, sem gefur út PLoS biology og PLoS one) er tilraun til að skapa mótsvar við hinum einkareknu vísindatímarits-útgáfum. Þar þurfa höfundar að borga fyrir prentkostnað (1300+ dali - hægt að fá þetta lækkað eða fellt niður ef rök eru fyrir hendi). PLoS er rekið á núlli, með greiðslum fyrir útgáfu, framlögum félaga og einkaaðilla. Gömlu veldin, Nature, Science, Elsevier hafa hakkast í PLoS, en ekki orðið ágengt. PLoS one birtir greinar, opnar fyrir athugasemdir og umræður um tilteknar greinar. Annar vettvangur fyrir opin skoðanaskipti vísindamanna er arxiv.org opinn síða fyrir handrit á sviði eðlisfræði, stærðfræði, líffræði og skyldra greina. Þar má nálgast 700.000+ handrit. Enn annað tímarit af sama toga eru peerJ og F1000research þar sem handrit, athugasemdir ritrýnara, andsvör höfunda eru birt opinberlega, samhliða loka útgáfu af greininni ef hún er samþykkt. Þannig er hægt að skoða þróun handrits, og fá oft fyllri umræðu um tæknileg atriði eða túlkun.
Nýverið var uppfærður upplýsingavefur hérlendis um opinn aðgang (opinnadgangur.is). Þar segir:
Sú hefð hefur verið í gildi allt frá því að fyrstu vísindatímaritin komu út á 17. öld að vísindamenn hafa ekki fengið borgað fyrir vísindaleg skrif sín. Með gamla útgáfufyrirkomulaginu fyrir tíma internetsins var möguleikinn til almennrar víðtækrar dreifingar á vísindaþekkingu ekki fyrir hendi. En með tilkomu internetsins urðu til nýir möguleikar í miðlun þekkingar. Tækifæri var fyrir hendi að birta afrakstur vísindastarfs í opnum aðgangi á internetinu öllum til afnota og framdráttar
Þrátt fyrir þetta eru enn miklar aðgangshömlur á útgefnu vísindaefni, oftast gjaldskyldar hömlur. Þessar yfirlýsingar voru upphafið að baráttunni fyrir opnum aðgangi að vísindaefni og fjölmargar stefnur um opinn aðgang hafa fylgt í kjölfarið
Annað skylt verkefni er opinvisindi.is, sem er skráahirsla fyrir íslenskar vísindagreinar. Þar er hægt að nálgast pdf útgáfur af vísindagreinum íslenskra vísindamanna.
Ítarefni og skylt.
AP. Gömul viðskiptaveldi og nútíminn
AP. Aðgengi að gögnum og kennitölur vísindamanna
Vísindi og fræði | Breytt 11.1.2018 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2018 | 16:37
Ofvirkur skrifari 50.000 bréfa heiðraður með mörgæs
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2018 | 11:08
Margrét Guðnadóttir veirufræðingur
Vísindi og fræði | Breytt 9.1.2018 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó