Leita í fréttum mbl.is

Jane í trjánum, filman rúllar

Hún var 23 ára menntuð sem ritari, en með einlægan og djúptæðan áhuga á dýrum. Hún kom árið 1960 til Gombe í Tansaníu með það markmið að skoða atferli simpansa.

Jane Goodall gerði grundvallaruppgötvanir á atferli simpansa, m.a. sá hún David Graybeard nota grein sem verkfæri til að ná í fæðu. Á þeim tíma var álitið að maðurinn væri eina tegundin á jörðinni sem notaði verkfæri.

jane_orphan_closeshot3-688x451.jpgHrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir skrifuðu um feril Jane á vísindavefinn fyrir nokkrum árum. Þar segir:

Jane Goodall fæddist árið 1934 í London á Englandi. Frá barnæsku var hún afar áhugasöm um dýr, sér í lagi um framandi dýr Afríku. Þegar henni bauðst að heimsækja vinafólk í Kenía greip hún tækifærið og 23 ára gömul fór hún til Afríku í fyrsta sinn. Þar komst hún fljótt í kynni við fornleifa- og steingervingafræðinginn Louis S. B. Leakey sem heillaðist af óbilandi áhuga hennar og þekkingu á dýrum. Hann réð hana sem aðstoðarkonu sína og sendi hana árið 1958 aftur til London til að læra um atferli prímata. Leakey taldi að stóru aparnir gætu veitt innsýn í þróun prímata og þar af leiðandi þróun mannsins. Árið 1960 sendi hann Goodall til Gombe í Tansaníu til að fylgjast með atferli simpansa. Með sjónauka og skrifblokk að vopni hóf Jane athuganir sínar sem einkenndust af ótrúlegri þolinmæði og þrautseigju.

Goodall gerði fljótt merkilegar uppgötvanir. Til dæmis að simpansar voru ekki grænmetisætur eins og áður var talið heldur voru þeir alætur líkt og maðurinn. Þá uppgötvaði hún einnig að simpansar notuðu verkfæri. Hún fylgdist með hvernig simpansarnir hreinsuðu og snyrtu til greinar og notuðu þær svo eins og veiðistangir til að veiða termíta úr termítahraukum. Þessi uppgötvun kollvarpaði því þeirri hugmynd að það væri sérstaða mannsins að nota verkfæri. Þessar merkilegu niðurstöður urðu til þess að frekari fjárveitingar fengust í rannsóknir Goodall og þrátt fyrir að hún hefði ekki lokið grunnháskólagráðu var hún tekin inn í doktorsnám við Cambridge-háskóla.

ng_jg1965_chimpanzees.jpgRitstjórar National Geographic komust á snoðir um rannsóknir Jane Goodall og fengu að ljósmynda hana í feltinu gegn því að styrkja starfið. Upp úr því spratt einstakur bálkur greina um simpansana og rannsóknir Jane og félaga, hver annarri betri.

Stuttu upp úr 1960 sendi National Geographic ljósmyndarann Hugo van Lawick og kvikmyndatökumenn til að taka myndir af Jane og öpunum. Myndefnið var notað í kvikmynd sem kom út árið 1965. En það lá síðan óhreyft í áratugi uns það kom aftur í leitirnar. Brett Morgen fékk filmurnar í hendurnar og hófst handa við að rannsaka fyrstu ár Jane í Gombe, og var afraksturinn "Jane" frumsýndur í október síðastliðnum.

Bíómyndin Jane fær einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda, og þykir bæði hjartnæm og vísindalega fróðleg. Samkvæmt umsögnum er saga Jane sem frumkvöðuls í rannsóknum í forgrunni, en  ástarævintýri Jane og Hugós bættir við tilfinningalegri vídd (sem við ástríðufullu aparnir þrífumst á).

Jane Goodall uppgötvaði snemma að simpansanir og náttúran þarfnast verndar okkar. Gengdarlaus ofnýting auðlinda jarðar eyðir búsvæðum og útrýmir dýrum og plöntum. Þess vegna stofnaði hún Jane Goodall institute og ferðast um heiminn til að brýna fyrir (sérstaklega ungu) fólki að vernda náttúruna og minnka áhrif okkar á villtar tegundir og búsvæði.

Við íslendingar vorum svo heppin að Jane heimsótti okkur í fyrra og hélt stórkostlegt erindi í Háskólabíói. Nú er unnið að því að tryggja sýningarrétt á bíómyndinni um Jane í kvikmyndahúsum hérlendis, okkur til ununar, fróðleiks og hvatningar.

Jane - kvikmyndin.

Stikla af Jane.

NY Times review: ‘Jane’ Is an Absorbing Trip Into the Wild With Jane Goodall

Hrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hver er Jane Goodall og hvert er hennar framlag til vísinda og fræða?Vísindavefurinn, 3. janúar 2011. Sótt 9. desember 2015. http://visindavefur.is/svar.php?id=58124.


Api nuddar chilipipar í feldinn

Hann beit chilipiparinn í tvennt. Maulaði á endunum. Síðan byrjaði hann að rjóða tættum piparnum í feldinn. Sama gerði hann við blaðlaukinn sem á boðstólnum var.

Hettuapar í náttúrunni velja lauf af plöntum með sterka lykt og ákveðna efnasamsetningu. Þeir hnoða blöðin og brjóta upp, og nudda safanum úr þeim í feldinn og á húðina. Þetta er félagslegt atferli, þeir eru oft margir saman og hjálpast að við erfiðu blettina til dæmis.

En hvers vegna í ósköpunum ætti skynug vera eins og hettuapi að nugga chilipipar í húðina? Í ljós hefur komið að lyktin virðist fæla burt moskítóflugur, og efni í ávextinum og sumum plöntum hindrar vöxt baktería. Með öðrum orðum, hettuaparnir stunda grasalækningar.

Fyrir nokkrum árum las ég kafla í bók eftir Robert Sapolski, um dýr sem virtust nota plöntur sem lyf.* Niðurstaða þess kafla var að einhverjar vísbendingar voru um að dýr nýttu sér plöntur vegna lækningamáttar en mörgum spurningum var ósvarað.

Velja dýr plöntur vegna fyrirbyggjandi eiginleika, t.d. fæla burt ásætur og sníkjudýr?

Velja dýrin plöntur meðvitað eða ómeðvitað?

Er hegðunin innbyggð eða lærð?

Í þætti um Furðudýr í náttúrunni sem sýndur var síðasta mánudag, var fjallað um varnir lífvera. Þar voru hettuaparnir teknir fyrir og einnig hið blóðrauði sviti flóðhestanna...

Furðudýr í náttúrunni- RÚV.

* Trouble with testosterone. R. Sapolski.


Maðurinn sem uppgötvaði náttúruna

Alexander mundi næstum allt, hugsaði um þrjá hluti í einu, talaði stanslaust og handfjatlaði hrökkála í fjórar stundir til að svala forvitni sinni. Nú vitum við að náttúran er viðamikil og fjölþætt, og lýtur lögmálum sem við hana eru kennd. Við vitum...

Líf og ástir við eldfjallavatn

Húsendur stunda tilhugalíf stærsta hluta vetrar. Langvarandi tilhugalíf og tíðar samfarir para eru frekar sjaldgæft í náttúrunni, en auk húsanda tilheyra menn og höfrungar hópi hryggdýra sem virðast æxlast sér til skemmtunar. Unnur Jökulsdóttir fjallar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband