29.11.2017 | 10:45
Líf og ástir við eldfjallavatn
Húsendur stunda tilhugalíf stærsta hluta vetrar. Langvarandi tilhugalíf og tíðar samfarir para eru frekar sjaldgæft í náttúrunni, en auk húsanda tilheyra menn og höfrungar hópi hryggdýra sem virðast æxlast sér til skemmtunar.
Unnur Jökulsdóttir fjallar um ástir og líf húsandanna í dásamlegri bók Undur Mývatns sem út kom í sumar. Unnur segir frá tilhugalífi andanna, varpi og lífsbaráttu. Frásögnin er leiftrandi enda gengur mikið á í lífsbaráttunni, fæðuleit og á húsnæðismarkaði húsanda. Þótt pörin séu ástúðleg og traust, amk fram að klaki (karlarnir fella þá búninginn og yfirgefa kerlu sína), er heilmikil dramatík í uppeldi ungviðisins. Hættur eru á hverju strái, búsvæðin eru óstöðug því klak flugnanna dreifist um Laxánna yfir sumarið. En húsöndin er ekki eina undur Mývatns.
Í bókinni segir Unnur frá jarðfræði vatnsins og umhverfis, og ólíkum þáttum lífríkis og samfélags. Náttúran er í forgrunni en sögur af fólki og stöðum skreyta hana og gefa hlýlegan og manneskjulegan blæ. Hún minnir að vissu leyti á meistaraskrif Mark Kurlansky um þorskinn eða saltið, þar sem saga, fræði og mannlegir þræðir tvinnast saman snilldarlega.
Ég er reyndar ekki búinn með bókina, er kominn í gegnum endurnar að hellableikjum Árna og Bjarna. Enda er þetta bók sem má ekki lesa of hratt heldur, stíllinn og andinn yfir bókinn frelsar mann og nærir.
Undur Mývatns fær mín bestu meðmæli.
Ítarefni.
Rætt var við Unni og fjallað um bókina í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í vor. Þar sagði.
Nýjasta bók Unnar, Undur Mývatns, fjallar um lífríkið við Mývatn og kemur út innan skamms. Vinnan í Náttúrurannsóknastöðinni kveikti áhuga hjá Unni og rithöfundurinn í henni fann þörf á að miðla því áfram. Mér fannst svo áhugavert allt það sem Árni og samstarfsfólk hans veit um; æviferill húsandarinnar, örverurnar í vatninu sem ég fékk að skoða í smásjá og svo eru oft svo uppbyggilegar og skemmtilegar samræður á meðal vísindamannanna sem dvelja þarna. Mig langaði að opna þetta fyrir öðrum, segir hún en bókin er hugsuð fyrir almenna lesendur. Það er svo mikill fróðleikur sem er áhugaverður og skemmtilegur sem er oft falinn inni í fræðigreinum sem fáir lesa, útskýrir Unnur.
Í bókinni eru engar ljósmyndir heldur vatnslitamyndir, flestar eftir Árna, mest fuglamyndir.
Þú virðist, í gegnum lífið, sækja í friðsæld. Hvað veldur?
Það er mér mjög mikilvægt að vera í friðsæld og náttúru. Ég elska að ganga hér í Heiðmörkinni, helst með hundi af því að það er góður félagsskapur. Góður hundur kennir manni að vera í núinu. Hann þefar af þúfu og horfir á nærumhverfið og hann er ekki að tapa sér í áhyggjum eða hugsunum.
Ásdís Ásgeirsdóttir 4. mars 2017. MBL Fannst ég skilja alheiminn.
MBL 5. maí 2017 Skora á stjórnvöld að bjarga lífríki Mývatns
Arnar Pálsson 5. maí 2016 Mývatn er einstakt
Arnar Pálsson 30. október 2017 Lífið í hrauninu lífríki í vatnsfylltum hraunhellum í Mývatnssveit
Arnar Pálsson 21. mars 2012 Flórgoðinn á Mývatni
Arnar Pálsson 6. mars 2008 Hamingjuóskir til Árna og Arnþórs
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.